HRAÐI, ÖRYGGI OG GÆÐI

Ef þú gerir kröfur um hágæða fram-leiðslu en um leið hraða og örugga þjónustu þá skaltu hafa samband 
við okkur. 

UMBROT OG UPPSETNING

Við önnumst allt umbrot og alla uppsetningu fyrir þig á prentgripum 
og aðstoðum viðskiptavini við skil 
á verkefnum eftir þörfum.

HAFÐU SAMBAND

Ef þig vantar ráðgjöf varðandi prentun hafðu þá samband við sérfræðinga okkar í síma 563 6000 eða sendu tölvupóst á litrof@litrof.is

Sample title

VERTU FRAMÚRSKARANDI 2018

Nú er tíminn til að endurnýja, breyta og bæta nafnspjaldið, bréfsefnið, möppuna eða bara allt heila prentefnið ef út í það er farið! Litróf þjónustar fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Sendu okkur póst á litrof@litrof.is og við gefum þér tilboð í pakkann.

Sample title

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Nýja Heidelberg Speedmaster SM 52 vélin okkar minnir einna helst á geimskip, enda líka getur hún bæði farið aftur í tímann sem og áfram þökk sé tækniþróuninni! Litróf óskar ykkur öllum gleði á nýju ári með þökk fyrir það liðna.

Sample title

Bók um Selá í Vopnafirði

Út er komin bók um Selá í Vopnafirði í ritstjórn Guðmundar Guðjónssonar 
sem hefur í gegnum tíðina getið sér gott orð fyrir útgáfu veiðibóka fyrir jólin. 

Bókin er hin veglegasta og 216 blaðsíður að lengd og þar er að finna ítarlega veiðistaðalýsingu, veiðikort og loftmyndir. Að auki eru fjölmargar frásagnir, veiðisögur, viðtöl og ýmiss konar hugleiðingar um ána og nærumhverfið. 

Þá prýða fjölmargar myndir bókina eftir Einar Fal Ingólfsson ljósmyndara 
og fjölmarga fleiri úr fortíð og nútíð. 

Þetta er fimmta bókin í bókaflokki Litrófs um íslenskar laxveiðiár en áður 

hafa komið út bækur um Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Grímsá í Borgarfirði og Þverá/Kjarrá. Margir höfðu áhyggjur af því að að engin veiðibók liti dagsins 
fyrir þessi jól því yfirleitt hafa komið út ein til tvær jólabækur um veiði 
síðustu árin.