Sample title

SAGA FYRIRTÆKISINS

Í Litrófi skilar áratuga reynsla af stórum og smáum prentverkum sér í meiri hraða og meiri gæðum í prentvinnslu en áður hefur þekkst. Litróf hefur um áratuga skeið unnið prentefni fyrir öflugustu fyrirtæki landsins. Litróf Prentmyndagerð var stofnuð árið 1943 af Eymundi Magnússyni. Fram til ársins 1997 þjónustaði Litróf prentsmiðjur með skeytingu, filmuvinnslu og plötugerð. Þegar tölvutæknin hélt innreið sína þróaðist starfsemin útí rekstur hefðbundinnar prentsmiðju undir stjórn nýs eiganda Konráðs Jónssonar og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er nú með fullkominn búnað til prentunar og frágangs hinna ýmsu prentgripa. Starfsfólk og stjórnendur leggja mikla áherslu á trúnað við viðskiptavini og þau verkefni sem prentsmiðjunni er treyst fyrir. Hjá fyrirtækinu starfa 20 manns og er það eingöngu fagfólk, sem hefur margra ára starfsreynslu að baki og margir hverjir hafa unnið hjá prentsmiðjunni um árabil. Unnið er á tvöföldum vöktum mest allt árið. Fyrirtækið hefur yfir að ráða þremur Heidelberg Speedmaster fjöllita vélum af nýjustu gerð ásamt vélum fyrir smáprent, eyðublaðaprentun, stönsun, möppugerð o.fl. Litróf hefur eflt stafræna prentdeild sína á undanförnum árum, þar sem hraði og vandvirkni vinna saman. Einnig eru tveir Canon plotterprentarar sem prenta allt að 1 metra á breidd og tengt því er vél til plöstunar sömu stærðar. Auk þess höfum við tæki til stafrænnar prentunar og er allur tölvubúnaður til forvinnslu af fullkomnustu gerð. Litróf er umhverfisvottuð (svansvottuð) prentsmiðja og hefur hlotið nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki síðastliðin 3 ár.