VEGLEGAR VEIÐIBÆKUR

Stórglæsilegar, vandaðar og eigulegar veiðibækur sem Litróf hefur staðið að og gefið út á metnaðarfullan hátt. Bækurnar hafa að geyma helstu laxveiðiár landsins ásamt kortum af veiðisvæðum og þar á meðal einnig 2 bækur um skotveiði. Guðmundur Guðjónsson blaðamaður og ritstjóri vefsins votnogveidi.is tekur saman fjölbreytt efni um árnar og eru bækurnar ríkulega skreyttar myndum Einars Fals Ingólfssonar myndritstjóra á Morgunblaðinu, en Einar hefur m.a. sérhæft sig í stangveiðiljósmyndun. Einnig má finna fjölda eldri mynda sem tengja bækurnar við fortíðina. Bækurnar eru fáanlegar hjá útgefanda og í öllum helstu bóka- og veiðibúðum landsins.

Your image

NÝTT! SELÁ Í VOPNAFIRÐI 
Nýjasta viðbótin í ritsafn um íslenskar laxveiðiár er Selá í Vopnafirði og kom út 2017. Bók­in er hin veg­leg­asta en þar er að finna ít­ar­lega veiðistaðalýs­ingu, veiðikort og loft­mynd­ir. Að auki eru fjöl­marg­ar frá­sagn­ir, veiðisög­ur, viðtöl og ým­iss kon­ar hug­leiðing­ar um ána og nærum­hverfið

Your image

ÞVERÁ, KJARRÁ OG LITLA ÞVERÁ
Þrjár veiðiperlur saman í einni bók. Í fyrsta 
sinn er fjallað um Þverá, Kjarrá og Litlu Þverá í Borgarfirði sem eina heild. Ómissandi viðbót í flokknum um veiði. Fjöldi ljósmynda sem varpa ljósi á stórkostlegt umhverfi Borgarfjarðar ásamt kortum af veiðisvæðinu.

Your image

GRÍMSÁ OG TUNGUÁ
Ein glæsilegasta bók síðari ára um veiðiár Íslands og því sannkölluð óskabók allra veiðimanna, hvort sem þeir eru þaulreyndir eða að feta sín fyrstu spor í veiðikúnstinni. Gullfallegar myndir Einars Fals glæða bókina enn frekara lífi.

Your image

LANGÁ Á MÝRUM
Önnur bókin í ritröð um íslenskar laxveiðiár. Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson lýsir veiðistöðum af þekkingu og kryddar lýsingar sínar sögnum af skemmtilegum mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessari á í gegnum tíðina.

Your image

LAXÁ Í KJÓS OG BUGÐA
Fyrsta bók sem gefin er út í ritröð um íslenskar laxveiðiár og jafnframt fyrsta bók sem gefin er út um þessar ár saman sem eru eitt af gjöfulli laxveiðisvæðum landsins. Í þessari bók tekur Guðmundur Guðjónsson blaðamaður og ritstjóri saman fjölbreytt efni um árnar.

Your image

SKOTVEIÐI Í MÁLI & MYNDUM 1&2
Efni þessara tveggja bóka er keimlíkt. 
Veiðifólk segir sögur og miðlar þekkingu og reynslu sinni. Bókin er myndskreytt af Pétri Alan Guðmundssyni, Stefáni Þórarinssyni og Dúa Landmark. Hér er rætt við nokkra af fremstu skotveiðimönnum og konum landsins. Bók fyrir allt skotveiðiáhugafólk og enn fremur fyrir þá sem vilja stíga 
fyrstu skrefin í skotveiði.