Sample title

Prentsmiðjan Litróf 

Litróf Prentmyndagerð var stofnuð árið 1943 af Eymundi Magnússyni. Þegar tölvutæknin hélt innreið sína þróaðist starfsemin útí rekstur hefðbundinnar prentsmiðju undir sjórn nýs eiganda Konráðs Jónssonar og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er nú með fullkominn búnað til prentunar og frágangs hinna ýmsu prentgripa. Árið 2004 keypti Litróf prentsmiðjuna Hagprent og sameinaði reksturinn undir nafninu Litróf-Hagprent. Mannauður og traustStarfsfólk og stjórnendur leggja mikla áherslu á trúnað við viðskiptavini og þau verkefni sem prentsmiðjunni er treyst fyrir. Þessvegna eru vinnusalir læstir með öryggislæsingu og fer engin þar inn nema í fylgd starfsmanns.Hjá fyrirtækinu starfa eingöngu fagfólk sem hefur margra ára starfsreynslu að baki og margir hverjir hafa unnið hjá prentsmiðjunni um árabil. Unnið er á tvöföldum vöktum mest allt árið.  Vélakostur Við höfum yfir að ráða tvær Heidelberg Speedmaster fjöllita vélum af nýjustu gerð ásamt vélum fyrir smáprent, eyðublaðaprentun, stönsun, möppugerð o.fl. Þá höfum við einnig skrifara (plotter) sem prentar allt að 1 metra á breidd. Tengt þessu er vél til plöstunar sömu stærðar. Stafræn prentunAuk þess höfum við tæki til stafrænnar prentunar. Allur tölvubúnaður til forvinnslu er af fullkomnustu gerð.  Starfsfólk leggur metnað sinn í að skila sem bestri vinnu á sem skemmstum tíma og talar þar sívaxandi fjöldi ágætra viðaskiptavina sínu máli. Þess má geta að fyritækið hefur hlotið viðurkenningu frá framleiðanda Munken pappírs fyrir framúrskarandi prentgæði.