Prentun

í einum grænum

Litróf hlaut endurvottun Svansins 2025

með strangari viðmiðunum og nýju vottunarkerfi

Hvað er Svansvottuð prentsmiðja?

Svansvottuð prentsmiðja vinnur að umhverfismálum útfrá heildrænni nálgun. Þar er mikilvægt að nota hráefni eins og best verður á kosið og minnka þar að leiðandi sóun og skipta út efnavöru sem hefur skaðleg áhrif á heilsu og umhverfið. Reynslan hefur sýnt að með því að minnka sóun á hráefni er einnig hægt að halda kostnaði í skefjum og hámarka framleiðni. Kröfurnar ná einnig til gæðastjórnunar, en skýr stýring á umhverfisþáttum og gæðastjórnun helst oft í hendur. Prentsmiðjan er undir eftirliti Umhverfisstofnunar.

Til að uppfylla kröfur um Svansvottun þá eru helstu atriðin til að prentgripur sé vottaður:

Frumskilyrði að við getum merkt okkar vöru er að við notum samþykktan pappír, af Svaninum og eða EU blómi.

  • Um 90% af okkar pappírsnotkun er samþykktur pappír.
  • Öll efni sem við notum við framleiðslu og þrif véla eru samþykkt af Svaninum.
  • Engin ilmefni eru notuð.
  • Þegar nauðsynlega þarf að plasthúða (lamenera) prentgripi þá inniheldur plastið ekki PVC.   
  • Efni til plastpökkunar vara innihalda einnig ekki PVC.
  • Við notum umbúðir úr pappír eða bylgjupappa fyrir vörur frá okkur eins og hægt er.
Forvinnsla prentgripa

Þegar kemur að því að hann prentgrip, ákveða stærð og frágang, getur munað miklu um hvern millimetra þegar kemur að nýtingu pappírs. Það er því mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við viðskiptavini og veita ráðgjöf.

Prentun

Í offsetprentun notum við þurrplötur sem ekki þarf að framkalla í kemískum efnum, þær framkallast í vatni á prentvél. Því er notkun spilliefna lítil í forvinnslu offset prentunar sem og í digital prentun.

Við prentun er reynt eftir fremsta megni að draga úr óþarfa pappírsnotkun við innstillingu verka.

Við Prentun er reynt að draga úr notkun þrifefna og efna sem þarf við framleiðsluna ásamt því að nýta prentliti sem best.

Eftirvinnsla

Við frágang og eftirvinnslu gildir það sama, reynt að draga úr óþarfa  notkun pappírs og efna. Eins notum við alltaf samþykkt lím, þar sem því verður við komið.

Stórt hlutfall eftirvinnslu hjá okkur krefst ekki notkunar líms eða annara efna.

Allur afgangs pappír og afskurður er flokkaður og komið á viðeigandi stað.

Allar deildir prentsmiðjunnar eru með nákvæmt flokkunar ferli.

 

Við leggjum metnað í að óflokkanlegt sorp frá okkur verði sem minnst.

Til eyðingar:

  • Prentafgangar
  • Tónerhylki

Til endurvinnslu:

  • Pappír og bylgjupappi
  • Prentplötur / ÁL
  • Plast sem fellur til

Öðrum úrgangi til flokkunar er líka haldið til haga svo sem: batteríum, rafmagnstækjum, timbri, lífrænum úrgangi frá eldhúsi og fleira.