Skil á efni

Litróf / Skil á efni

Leiðbeiningar til viðskiptavina

Við biðjum viðskiptavini okkar að kynna sér vel leiðbeiningar sem við höfum tekið saman um frágang svo komast megi hjá töfum og aukakostnaði.

Pdf
  • Nauðsynlegt er að fara vandlega yfir PDF-skjalið áður en það er sent til okkar.
  • Mikilvægt er að síður séu miðjusettar á prentfleti
  • Þegar nota á PDF úr Microsoft office forritum þarf að passa að valið sé „Press Quality“ til prentunar á pdf til að fá sem bestu gæði í PDF fælinn.
  • Til að ekki komi leturvandamáli þá þarf að velja „Download as soft font“ undir „TrueType Font:“
  • Skjöl þarf að vista í hæstu upplausn í PDF (High Res) og myndum þarf helst að skila inn í 300 punkta upplausn.
  • Stillingarskrár: Samtök iðnaðarins – RGB vinnsluferli
Skrársnið mynda
  • Við getum tekið við öllum tegundum af mynda formati, jpg, gif, png o.fl.
  • Upplausn er best um 250 – 300 dpi fyrir myndir til prentunar. Myndir úr stafrænum myndavélum koma þokkalega út þrátt fyrir að upplausn fari niður í 150 dpi, við mælum ekki með því en það gætu í sumum tilvikum gengið.
  • Skannaðar myndir eru viðkvæmari fyrir lágri upplausn.
  • Gæta skal að því að upplausn mynda m.v. stærð á síðu sé næg til að skila fullnægjandi prentgæðum t.d. eru 72 dpi myndir af netinu ekki hæfar til offsetprentunnar. 
Litir
  • Við styðjumst við PDF/X-4 stillingar í prentferlinu. Það þýðir RGB litastýring á myndum en CMYK litir á öðru umbroti.
  • Allar RGB myndir verða að vera með litaprófílum (t.d. sRGB eða AdobeRGB).
  • Ekki skal breyta eldri CMYK myndum í RGB.
  • Samanlögð þekja í CMYK: Samanlögð þekja í fjórlit má helst ekki fara upp fyrir 320%.
  • Svarthvítar og dúómyndir sem eiga að prentast svarthvít s.s. í einum lit er best að vista sem grayscale, ekki RGB eða CMYK og dúótone mynd sem svart + Pantone.
  • Þegar prentað er á náttúrulegan pappír (svo sem Munken, Scandia eða sambærilegar tegundir) þá er gott að létta myndir lítillega í forvinnslunni. Þessi pappír er gjarnan grófari og drekkur þar af leiðandi mikinn prentlit í sig.
  • Undir 100% SVARTA fleti er hæfilegt að setja t.d. 40% CYAN, 30% MAGENTA og 30% YELLOW til að fá svarta litinn vel svartan. (þetta á ekki við um letur)
  • Ekki má nota litinn Registration Color, alltaf að nota “black” því registration liturinn er í fjórlit, sérstaklega athugið varðandi letur.
  • Overprint skipunin er notað þegar unnið er með gegnsæi hluta (transparency), og rétt útlit á PDF skrá fæst því ekki nema að velja þennan valkost.
  • Ef „overprint“ skipunin er t.d. valin á hvítu letri þá hverfur letrið, þar sem það prentast ofan á það sem undir er í stað þess að tekið sé undan því.
  • Það er auðsynlegt er að láta allar myndir og litafleti sem eiga að ná út í skurð blæða 3 mm út fyrir skorna stærð.
Letur
  • Best er að nota TrueType Font
  • Leyfilegt er að nota RGB í vektor gögn en alls ekki í svartan texta.
  • Ekki má nota litinn Registration Color, alltaf að nota “black” því registration liturinn er í fjórlit, sérstaklega athugið varðandi letur.
  • Undir 100% SVARTA fleti er hæfilegt að setja t.d. 40% CYAN, 30% MAGENTA og 30% YELLOW til að fá svarta litinn vel svartan. (þetta á ekki við um letur)
  • Leyfilegt er að nota RGB í vektor gögn en alls ekki í svartan texta.
  • Ef „overprint“ skipunin er t.d. valin á hvítu letri þá hverfur letrið, þar sem það prentast ofan á það sem undir er í stað þess að tekið sé undan því.

Sigurður Ármansson

Sýnir hér hvernig gögn eru undirbúin fyrir prentun.

Nálgumst prentmiðilinn út frá
tilraunagleðinni og höfum
vinnuumhverfið okkar girnilegt
svo það hvetji til sköpunnar

Stafrænt eða offset?

Oft stendur valið á milli að prenta stafrænt eða offset, oft er ódýrara að prenta stafrænt þegar um ræðir lítil upplög.

Verum í sambandi!

Alltaf og ávallt!

Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur ef þig vantar aðstoð eða ráðgjöf