Saga Litrófs
Litróf / Litróf
Saga Litrófs
Litróf var stofnuð af prentmyndasmiðunum Eymundi Magnússyni og Ingimundi Eyjólfssyni árið 1943 og var starfsemin til húsa að Grettisgötu 51. Ingimundur seldi Eymundi þá sinn sinn hlut og rak Eymundur fyrirtækið einn til 1982 fyrst að Veghúsastíg og svo síðar í Einholti 2.
- 1982 – Núverandi eigandi Konráð Ingi Jónsson tók við fyrirtækinu og var starfsemin flest árin í Brautarholti. Þjónustaði Litróf prentsmiðjur með undirbúningsvinnu, filmu og plötugerð til ársins 1999.
- 1997 – Konráð stofnaði litla prentsmiðju sem hét Prentstöðin og var rekin í Vegmúla til ársins 1999, þegar hún var sameinuð Litróf í Sigtúni og tækjakostur aukinn.
- 2000 – Litróf flutti alla starfemi í núverandi húsnæði í Vatnagörðum 14, og það ár var keypt fullkomin fjöllita prentvél sem gerði Litróf að alvöru prentsmiðju. Síðan hefur vélakostur verið aukinn í samræmi við nútímakröfur.
- 2004 – Prentsmiðjan Hagprent var keypt og sameinaði rekstur og vélakost þessara tveggja fyrirtækja.
- 2016 – Litróf keypti prentsmiðjurnar Viðey og Prenthúsið, og gekk sá rekstur inn í Litróf. Þá tók prentsmiðjan yfir stærri hlut húsnæðis í Vatnagörðum sem hýsir starfsemina í dag.
- 2012 – Stafræn vél var tekin í notkun og í dag er stafræn prentun stór hluti af vinnslu fyrirtækisins.
- 2013 – Í mars hlaut Litróf Svansvottun – Norræna umhverfismerkisins og hefur verið umhverfisvottuð (svansvottuð) prentsmiðja síðan að auki hefur Litróf hlotið nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki.
- 2019 – Litróf keypti bókbandsstofuna Bókavirkið, en mikil samvinna var á milli fyrirtækjana fyrir þann tíma. Frágangur allra stærri verka fer þar fram, s.s. frágangsvinnsla bóka og tímarita.
- 2020/2021 um áramót, gengu GuðjónÓ og Prenttækni inn í Litróf og er starfssemin að Vatnagörðum 14,
Fyrirtækið þjónustar og vinnur prentefni fyrir mörg stór og smá fyrirtæki, auk fjölda einstaklinga.
Viðurkenning
Umhverfisvottun
Litróf hefur hlotið viðurkenningu frá framleiðanda Artic Paper eða Munken pappírsins fyrir framúrskarandi prentgæði.
Litróf hlaut Svansvottun – Norræna umhverfismerkisins í mars 2013 og hefur viðhaldið vottuninni síðan.
Pappírinn
Stefna Litrófs er að vinna með Svansvottaðan eða samþykktan pappír af Svaninum í stórum hluta til í framleiðslu okkar. Við beinum ávallt viðskiptavinum okkar á umhverfisvænustu leiðina í vali á pappír. Pappírsbirgjarnir okkar hafa líka það markmið að bjóða sem mest uppá vottaðan pappír til prentsmiðjunar. Við leiðbeinum líka okkar viðskiptavinum við hönnun prentgripa, varðandi hvernig betur má nýta hráfefnið svo minna fari í afskurð og þannig ná jafnvel aðeins niður síðufjölda. Því nokkrir millmetrar til eða frá geta aukið nýtingu til muna og er oftar en ekki fjárhagslegur hagur fyrir alla, sér í lagi viðskiptavininn.
Ekki er allur pappír svansvottaður, t.d. sumar tegundir af umslögum og karton.
Að nota vottaðan pappír með hreinni framleiðslutækni gerir hann betri til endurvinnslu. Öllum afskurði og afgöngum er safnað saman og þannig er hringrásinni náð.
Stærsti hluti okkar pappírs kemur frá Skandinavíu og Þýskalandi og þau lönd öll standa framar en öðrum í að rækta sjálfbæra skóga og skógar mjög heilbrigðir í þessum löndum öllum.