Möppur/folderar

Möppur og folderar

Folder er umbúðir utanum prentverk sem þú vilt miðla, en folder er jafnframt auglýsing. Hann er jafn mikilvægur þeim sem nota bæklinga og annað markaðstengt efni og matvælapoki er nauðsynlegur matvöruverslun. Við prentum foldera í öllum stærðum og gerðum og sérsníðum þá að þínum þörfum. Folderinn sinnir því hlutverki að skila gögnum frá A til B en hann veitir jafnframt upplýsingar um fyrirtæki þitt, vöruúrval og þjónustu, og er þannig söluhvetjandi auglýsing. Möppur eru til í mörgum stærðum og gerðum, allt eftir því hvað hentar þér.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Algengur pappír 250 – 350 g. Silk
Algengar stærðir A4 210x297mm (21×29,7cm)
A5 148x210mm (14,8x21cm)
Sérstærðir eftir óskum
Útfærslur Með eða án innábrots
Stansað fyrir nafnspjald
Misþykkur kjölur
Upphleyping
Lökkun
Laminering
Stönsun
Gylling.