Tækifæriskort

Tækifæriskort

Kort eru falleg og skemmtileg leið til að koma ýmis konar kveðjum til skila við hin ýmsu tækifæri. Boðskort eru notuð við ýmis tækifæri og geta verið af mörgum stærðum og gerðum. Boðskort í brúðkaup, fermingu, afmæli, opnanir, veislur o.s.frv. Kort má einnig senda til að gleðja starfsmenn, vini, vandamenn eða aðra án sérstaks tilefnis. Ýmsar gerðir umslaga í boði. Boðskort eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og geta verið af öllum stærðum og gerðum en þó eru nokkrar stærðir algengari en aðrar. Flest boðskort eru framleidd á þykkan silk eða satin pappír og eru ýmist kort prentuð beggja vegna eða samanbrotin 4 bls. Við getum nafnamerkt kortin og eða umslögin. Við leggjum mikla áherslu á vandaðan pappír og hágæða prentun á öllum okkar vörum.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Pappírsþykktir

250-350g
Algengar stærðir A5 (148×210 mm) | A6 (105×148 mm) | 100×210 mm | 150×150 mm
Útfærslur

Laminering, matt eða glans | Áritun | Upphleyping | Gylling | Þrykking | Stönsun