Plaköt/veggspjöld

Plaköt/Veggspjöld

Plaköt geta hangið víða og eru góð leið til að vekja athygli á litríkan og skemmtilegan hátt. Allir þekkja kosti plakata og vita  að oft er lítið pláss þar sem á að koma plakötum fyrir. Plaköt hanga gjarnan á veggjum, á matsölustöðum, sundi og öðrum fjölförnum stöðum og oft eru fleiri plaköt um hitann. Því er mjög mikilvægt að þitt plakat skeri sig úr fjöldanum. Hágæða prentun skiptir því miklu máli, hvort sem er í offsetprentun eða stafrænni prentun.

Nytsamar upplýsingar og viðmið

Pappírsþykktir

Frá 130 gr. til 200 gr.

Algengar stærðir

A3 (297×420 mm.) | A2 (420×594 mm.) | A1 (594×840 mm.) | 500×700 mm. | 700×1000 mm.

Útfærslur
Laminering, matt eða glans | Plöstun, matt eða glans | Límt á foamplötu